Ég heiti Petra Ósk Hafsteinsdóttir og er tuttugu ára gömul. Ég er uppalin í Reykjavík en átti heima í Svíþjóð milli þriggja og sjö ára. Ég tók stúdentinn árið 2018 og langar mig að vinna með myndlist í framtíðinni. Ég hef æft fótbolta síðan ég var níu ára gömul. Ég hef mikinn áhuga á að lesa bækur og vann í bókabúð síðasta sumar og held áfram næsta sumar.
Ég á fjölskylda hér í Svíþjóð og kann þar að leiðandi fína sænsku sem ég er þakklát fyrir.
Ég valdi þennan skóla vegna staðsetningu og leist mjög vel á áfangan Visuellt berättande.
Bekkurinn sem ég er í er alveg yndislegur og náum við mjög vel saman. Við vinnum með mismunandi tækni og fáum mismunandi gestakennara sem hafa sérhæft sig í ólíkum formum eins og munstur, keramík, illustration (myndtúlkun) og fleira.
Kennarinn okkar, hún Sanna, er líka alveg yndisleg. Hún er alltaf tilbúin að hjálpa okkur og leiðbeina þegar við biðjum um hjálpina.
Ég bý í húsi með sex öðrum úr skólanum og tekur sirka 3 mínútur að labba í skólann.
Eitt það besta við skólann er fólkið, allir eru svo vinalegir og kurteisir. Þau eru opin og alltaf til í hjálpa hvor öðru.
Með þessu námi getur maður undirbúið sig fyrir stærra stig innan myndlistarinnar og líka bara séð hvort myndlist er fyrir mann á meðan maður kynnist yndislegu fólki.
Ég mæli svo innilega með þessum áfanga og skólanum.